Endurbætur í kirkjugarðinum

Nú dögunum var klárað að hlaða grjóthleðslu á einni hlið kirkjugarðsins. Fyrir tvem árum var byrjað á verkinu og var það svo klárað núna í haust. Helgi Sigurðsson sem rekur fyrirtækið Fornverk sá um verkið og honum innan handar voru þau Bryndís Snjólfsdóttir, Birkir Björnsson og Óttar Már Kárason. Hér eru myndir.