Kynning á Víknaslóðum og Borgarfirði eystri á Akureyri

Á göngu á Víknaslóðum - Við Urðarhólavatn
Á göngu á Víknaslóðum - Við Urðarhólavatn
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 7. apríl verður opin kynning á Borgarfirði og Víknaslóðum á opnu húsi hjá Ferðafélagi Akureyrar að Strandgötu 23 á Akureyri kl 20:00 Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Hafþór Snjólfur Helgason landfræðingur frá Ferðamálahóp Borgarfjarðar munu sýna myndir frá svæðinu, fjalla um spennandi gönguleiðir og útivistarmöguleika og kynna ferðaplan sumarsins. Komið og fræðist um þetta einstaka svæði og spennandi möguleika til útivistar í sumar.

Allir hjartanlega velkomnir og við skorum á brottflutta á norðurlandi að draga vini og kunningja með sér og eiga með okkur skemmtilega kvöldstund