Tryggvi Þór Herbertsson með fund í Álfacafé

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson
Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson verður með fund í Álfacafé fimmtudaginn 8. nóvember kl 16:00.   Fundurinn ber yfirskriftina „Hvernig búum við Austurland sem best undir framtíðina?“. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta, enda ekki oft sem stjórnmálamenn leggja leið sína í fjörðinn til þess að ræða við okkur.