Árshátíð grunnskólans

Nemendur og kennarar í grunn- og leikskóla Borgarfjarðar eystra eiga mikið hrós skilið fyrir undirbúning árshátíðar sem haldin var 12.mars. Það er sennilega ekki í mörgum skólum á landinu sem nemendur í 10.bekk og elstu börn leikskóla taka þátt í sömu leikskýningunni eins og var raunin í leikritinu Ævintýrahrærigrautur Rauðhettu og félaga.Fámenni og kynjahalli í nemendahópnum gerði það að verkum að lærdómferlið sem nemendur voru í í þessu verkefni varð meiri áskorun fyrir hvern og einn, samtímis dýpra nám. Ferlið naut góðs af göllum sem við búum við hér á Borgarfirði af því að unnið var með þá á skapandi, uppbyggilegan, opinn og jákvæðan hátt.  

Fyrir leikara er að sjálfsögðu mikilvægt að geta sett sig í spor, koma sér í hlutverk persónunnar sem verið er að leika. Frjáls og hispurlaus tjáning  nemenda var eftirtektar- og aðdáunarverð, sviðsmynd og búningar listrænir og vandlega unnir og þegar allt kom til alls , stórglæsileg og skemmtileg sýning eins og sjá má á myndum.

Til hamingju með árangurinn nemendur og kennarar!