Að vera valkostur

Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps skipaði í vor verkefnisstjórn um samfélagsþróun í sveitarfélaginu. Verkefnisstjórnin starfar útfrá verkefninu „Að vera valkostur“ í tenglsum við gerð sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp.

Verkefnisstjórnina skipa Ásta Hlín Magnúsdóttir, Hallveig Karlsdóttir, Irina Boiko, Kristján Geir Þorsteinsson og Óttar Már Kárason.

Vinna þessa hóps hófst á vordögum en segja má að full starfsemi verkefnisstjórnar hafi farið af stað nú í haust. Verkefnin eru fjölbreytt og margvísleg en starf hópsins snýst um að stuðla að breytingum og bótum áBorgfirsku samfélagi í samstarfi við sveitastjórn og íbúa Borgarfjarðar. Þar sem að vinnan er unnin í tengslum við sóknaráætlun Borgarfjarðarhrepps þá er eitt af hlutverkum verkefnastjórnarinnar að gera Borgarfjarðarhrepp aðgengilegri og meira aðlaðandi stað til að flytja til og búa á.

Hópurinn hefur sett á laggirnar upplýsingasíðu fyrir mögulega nýbúa sem skoða má hér: http://borgarfjordureystri.com/

Þá hefur verið útbúin meðfylgjandi fésbókarsíða þar sem hægt verður að fylgjast með starfi verkefnisstjórnarinnar

Markmið verkefnastjórnarinnar er að vera í góðum samskiptum við íbúa og velunara Borgarfjarðar og hvetur fólk því til að hafa samband.