Íbúðaskortur

Þrátt fyrir samdrátt undanfarinna ára og áratuga, þá eigum við bullandi möguleika hérna á Borgarfirði til að blása til sóknar í atvinnu- og byggðamálum, en eitt stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að það eru nær engar lausar íbúðir í boði á staðnum.

Það er fólk að leita sem vill búa alfarið hérna, eða í það minnsta vera hér stærstan hluta ársins, en það er lítið sem ekkert húsnæði í boði...

...en mikið væri það nú gott fyrir lítið samfélag í vörn að geta tekið á móti þessu fólki