Íþróttaæfingar fyrir börn í sumar

UMFB
UMFB
Ungmennafélag Borgarfjarðar ætlar að bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir börn á aldrinum 5-16 ára í sumar. Æfingarnar verða kl. 17:00 á þriðjudögum og fimmtudögum til að byrja með og fyrsta æfingin verður þriðjudaginn 25. júní. Gréta Sóley Arngrímsdóttir og Bergvin Snær Andrésson munu ásamt fleirum sjá um æfingarnar. Það ræðst síðan af þátttökunni hvort grundvöllur er til að halda úti æfingum og því mikilvægt að þeir sem vilja vera með mæti samviskusamlega til að hægt sé að halda þessu gangandi.

Stjórn UMFB