Krakkarnir okkar í Þjóðleik

Lokahátíð Þjóðleiks á Austurlandi verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um helgina, 17.-18.apríl.  Alls verða 18 sýningar sýndar en 9 hópar á Austurlandi taka þátt að þessu sinni.
Hver hópur sýnir sitt verk tvisvar sinnum. Leikritaskáldin sem samið hafa leikverkin sem sett verða upp eru þau Bergur Ebbi Benediktsson og Björk Jakobsdóttir. Okkar sýningar verða klukkan 11 að morgni laugardagsins og sama dag kl. 18. Það má búast við miklu fjöri hjá krökkunum okkar í 8. og 9 bekk. Þau gista í Egilsstaðaskóla með tilheyrandi pizzuveislu og kvöldvöku þar sem þau koma með skemmtiatriði. 
Sveitafélagið okkar býður nemendum upp á kvöldamat eftir seinni leiksýninguna, áður þau halda heim. 
Við hvetjum foreldra sem og aðra til að sjá sýningu þeirra.