Danskir þjóðdansarar á Borgarfirði

Meðlimir danshópsins góða
Meðlimir danshópsins góða
Miðvikudaginn 6. júlí verður hópur danskra þjóðdansara á ferð á Borgarfirði.Þetta er 30 manna hópur frá Fjóni, hópurinn kennir sig við bæinn Gudbjerg og heitir “Gudbjerg folkedansere” Við ætlum að dansa fyrir ykkur, heima í firðinum fagra kl. 18:00, niðri við Lindarbakka ef veður leyfir, annars inni í félagsheimilinu segir Anna Sigurðardóttir, sem á frumkvæði að komu dansaranna til Borgarfjarðar. Þetta er litríkur hópur, búningar dansaranna margvíslegir og mun Anna segja litillega frá þeim.

Hópurinn getur ekki lofað góðu veðri, en lofar bæði pilsaþyt og dansgleði. Fyrir utan að dansa á Borgarfirði, dansar hópurinn í Hlymsdölum á Egilsstöðum þriðjudaginn 5. júlí kl. 20:30 og á þjóðlagahátíð á Siglufirði föstudaginn 8. júlí kl. 17:00 á torginu og kl. 21:30 í Bláa húsinu.