Hundur í óskilum í Loðmundarfirði

Hundur í óskilum
Hundur í óskilum
Þann 1. september munu Ferðamálahópurinn og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, með styrk frá Arion Banka, standa fyrir hinum árlegu hausttónleikum í Loðmundarfirði Í ár koma þar fram snillingarnir í Hundi í óskilum, þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen. Tónleikasýning þeirra, Saga þjóðar í leikstjórn Benedikts Erlingssonar hefur verið að gera allt vitlaust sunnan heiða að undanförnu og því tilvalið að færa sýninguna eins langt frá borginni og hægt er. Þeir munu eflaust taka hluta af þessari leiksýningu sinni í bland við annað efni.

Barnatónleikar verða um daginn kl 16:00, og svo almennir tónleikar kl 20:00 Aðgangur verður valfrjáls eins og áður og tilboð á gistingu fyrir gesti. Það er von okkar að sem flestir mæti í fjörðinn og geri sér glaðan dag, en það tekur ekki nema tæpar 2 klst að keyra í Loðmundarfjörð frá Egilsstöðum.  Það er hægt að lofa stórkostlegri skemmtun með þessum snillingum.

Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag um sýninguna og Hund í óskilum