Eyrugla við Bræðsluna

Eyrugla við Bræðsluna
Eyrugla við Bræðsluna
Björn Skúlason sendi okkur þessa mynd sem hann náði af Eyruglu sem var að njóta blíðunnar niðri við Bræðslu.


Smá upplýsingar um Eyrugluna.

Eyrugla (fræðiheiti: Asio otus (áður: Strix otus)) er uglutegund sem verpir í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Eyrugla er meðalstór ugla 31–37 sm löng með 86–98 sm vænghaf. Kvenfuglinn er stærri og dekkri en karlfuglinn. Varptími er frá febrúar til júlí. Eyruglur eru að hluta til farfuglar sem fljúga suður á bóginn á veturna. Heimkynni eyrugla eru skógarjaðrar nálægt opnu svæði.Eyruglur gera hreiður í trjám, oft barrtrjám og nota gömul hreiður frá öðrum fuglum eins og krákum og hröfnum. Vanalega eru eggin 4 - 6 og útungunartími er 25 - 30 dagar.

Eyruglur veiða á opnum svæðum að nóttu til. Fæða eyruglna er aðallega nagdýr, lítil spendýr og fuglar.

Eyruglur eru nýir landnemar á Íslandi og hafa verpt þar. Þær má þekkja frá branduglum á því að þær hafa stærri eyru og augu þeirra eru appelsínugul en gul í branduglum.