Fatagámur Rauðakrossins

Umhverfisráð grunnskólans sendi inn beiðni til sveitastjórnar um daginn þess efnis að hún kæmi upp móttöku fyrir notuð föt og skó í samstarfi við Rauðakross Íslands. Það er skemmst frá því að segja að sveitarstjórnin brást vel við þessu, óskaði eftir söfnunarkassa frá Rauðakrossdeild Héraðs og Borgarfjarðar sem nú þegar er kominn í sorpflokkunarstöðina á Heiðina. Þetta kallar maður hröð og góð viðbrögð. Við hvetjum Borgfirðinga til að nýta sér þennan söfnunarkassa, losa sig við gömul og notuð föt á umhverfisvænan hátt og styrkja um leið gott málefni.