Félagsvist í Álfacafé og Tölvu-Bangsi kynntur

Nú á föstudaginn (14. júní) ætlum við að hafa spilakvöld í Álfacafé þar sem verður spiluð félagsvist. Fjörið byrjar klukkan 20:00. Væri ekki tilvalið að kom og fá sér súpu og grípa svo í spil? Nýr kokteill verður kynntur til sögunnar á tilboðsverði og ber hann nafnið Tölvu-Bangsi. Frítt inn og veglegir vinningar.

Kveðja - Allir í Álfacafé