Félagsvist í Fjarðarborg

Nemendur , kennarar,  foreldrar og nokkrir íbúar mættu í Fjarðarborg 2.október til að eiga með nemendum og kennurum  skemmtilega samverustund. Spiluð var félagsvist venju samkvæmt en einnig gæddum við okkur á dýrindis súpu og heimabökuðu brauði sem eldri nemendur skólans bökuðu fyrr um daginn. Þetta kvöld var hattaþema en fyrir utan verðlaun fyrir spilamennsku voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hatinn. Takk fyrir indælt kvöld öll sömul