Fjallabjörgun grunnnámskeið

Helgina 15. - 17. nóvember mun Björgunarskóli Landsbjargar halda námskeiðið Fjallabjörgun grunnnámskeið hér á Borgarfirði. Vill Slysavarnardeildin Sveinungi hvetja sem flesta til að skrá sig. Því með fjölgun komu ferðamanna til fjarðarins sem að ganga á fjöll og til víkna hér í kring aukast líkur á að fólk þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna er gott að kunna til verka þegar á reynir.

Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hér og ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við stjórn Sveinunga.

Einnig vill Slysavarnardeildin Sveinungi auglýsa eftir góðu merki fyrir deildina og má senda hugmyndir eða teikningar á netfangið magnus.thorri@gmail.com

Stjórn Slysavarnardeildarinnar Sveinunga.