Fleiri myndir af briminu mikla

Bryggjan í briminu um daginn
Bryggjan í briminu um daginn
Við fengum sendar þessar myndir í dag frá sveitarfélaginu, en þær tók allrahandamaðurinn Björn Skúlason á ferðinni um daginn. Það er að heyra á tali fólks að þetta hafi verið eitt mesta brim sem hefur komið í nokkur ár í firðinum. Það er því gott að búið var að laga grjótvarnargarðinn í fyrir neðan Jörfa áður en þetta skall á. Við höfum ekki heyrt um neinar skemmdir í veðrinu, en grjót og rekavið skolaði á land á nokkrum stöðum, en sérstaklega út í Höfn eins og sést í myndasafninu.

Sjá myndir Bjössa Skúla hérna

Við erum annars virkilega þakklát fyrir allt það myndefni sem okkur berst til síðunnar, og hvetjum áfram alla til þess að senda fréttaefni inn. Það þarf ekkert að vera um neina stórfrétt að ræða, heldur bara eitthvað sem gleður lesendur síðunnar, en við erum að fá rúmlega 300 heimsóknir á dag.