Foreldraviðtöl

Í dag þriðjudag og á morgun verða foreldraviðtöl í skólanum. Á morgun er nemedum gefið frí í skólanum vegna öskudagsins en þennan dag eru þó foreldraviðtöl hjá flestum. Nemendur eru hvattir til að mæta með foreldrunum í viðtalið og við kennararnir hvetjum báða foreldra til þess líka. Foreldrafélagið sér svo um öskudagsball og pizzaveislu í Fjarðarborg á morgun. Aliir velkomnir.