Frá stjórn Ferðamálasamtaka Austurlands

Ferðamálasamtök Austurlands standa fyrir fundaherferð dagana 12. - 19. mars til að kynna nýja skipan samstarfs í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Á fundunum gerir Skúli Björn Gunnarsson formaður grein fyrir hlutverki samtakanna og tengingu við nýja stoðstofnun sem tekur við af Markaðsstofu Austurlands í vor.