Frá Umhverfisstofnun: Tillaga að starfsleyfi fyrir Borgarfjarðarhrepp eystri, urðun úrgangs á Brandsbölum

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir áframhaldandi urðun úrgangs á Brandsbölum.

Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti allt að 200 tonnum á ári af óvirkum úrgangi og blönduðum heimilisúrgangi og koma úrgangsflokkarnir nánar fram í starfsleyfistillögunni. Urðunarstaðurinn telst vera í afskekktri byggð og er því gert ráð fyrir að undanþágur verði veittar frá ýmsum sértækum kröfum sem að öðrum kosti eru gerðar til urðunarstaða. Upphæð starfsleyfistryggingar í gr. 2.9 verður ljós fyrir útgáfu.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 23. janúar til og með 21. febrúar 2020 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. febrúar 2020.

Tengd skjöl: