Frábær söngskemmtun í Álfacafé í upphafi Bræðsluhelgarinnar

Listamennirnir sem koma fram í Álfacafé
Listamennirnir sem koma fram í Álfacafé
Söngskemmtun í Álfacafé fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.30. Eins og undanfarin ár verður söngskemmtun í Álfacafé í upphafi Bræðsluhelgarinnar. Að þessu sinni kemur söngkvartett, skipaður þeim Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni. Jóhann G. Jóhannsson leikur á píanó.


Söngvararnir eru vel þekktir og margreyndir söngvarar af óperusviði og tónleikapöllum hér heima og erlendis, píanóleikarinn býr að langri og margvíslegri reynslu sem tónlistarstjóri og útsetjari.

Leitað verður fanga jafnt í eldri tónlist sem yngri, innlendri sem erlendri, dægurflugum jafnt sem sígildum verkum.

Félagarnir einsetja sér að hafa metnað og fagmennsku í fyrirrúmi, en láta tónlistarflutninginn litast af léttleika, smekkvísi, hæfilegum gáska og gleði. Söngskemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara