Frábærar norðurljósamyndir Andrésar Skúla

Horft yfir fjörðinn
Horft yfir fjörðinn
Norðurljósin hafa verið einstaklega falleg á Íslandi undanfarnar daga vegna öflugra sólgosa fyrr í vikunni og verður þá til svokallaður sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós. Við þökkum Andrési Skúla fyrir þessar frábæru myndir.