Frábærlega heppnaðir tónleikar í Loðmundarfirði

Hundur í óskilum leikur fyrir gesti í Loðmundarfirði
Hundur í óskilum leikur fyrir gesti í Loðmundarfirði
Hinir árlegu síðsumarstónleikar í Loðmundarfirði fóru núna fram á laugardaginn í frábæru veðri, en að þessu sinni var það fjöllistadúettinn Hundur í óskilum sem spilaði fyrir gesti. Frábær mæting var á tónleikana, en talið er að um 250 manns hafi verið á staðnum þegar mest var. Það er því ljóst að það er góður grundvöllum fyrir tónleikahaldi sem þessu í Loðmundarfirði og víst að þessu verður haldið áfram.

Tónleikahaldarar vilja koma á framfæri bestu þökkum til þeirra sem mættu.