Framboð til sveitarstjórnar og sveitarstjórnarkosninga

Auglýsing um framboð til sveitarstjórnar og sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.

Yfirkjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar hefur móttekið og staðfest sem gilda framboðslista fimm eftirtalinna framboða fyrir sveitarstjórnarkosningar, sem fram munu fara þann 19. september 2020.

Framboðslistarnir með nöfnum þeirra frambjóðenda sem í kjöri verða eru eftirfarandi, raðað skv. listabókstöfum framboðanna

Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar þann 19. september nk. munu verða á eftirtöldum stöðum í hverjum byggðakjarna:

Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilsstöðum
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum sýslumannsembættisins á Austurlandi stendur yfir og er unnt að kjósa utankjörfundar á skrifstofum sýslumanns á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Eskifirði og Vopnafirði, en auk þess á Hreppstofu á Borgarfirði eystri og sveitarstjórnarskrifstofunni að Bakka 1 á Djúpavogi, á almennum opnunartíma viðkomandi skrifstofa sbr. auglýsingu sýslumannsembættisins frá 10. ágúst sl. Kjörskrár liggja frammi á viðkomandi sveitarstjórnarskrifstofum til og með 18. september nk.

Kosningarnar og fyrirkomulag þeirra, m.a. vegna heimastjórnarkosninga sem fram fara jafnhliða sveitarstjórnarkosningunum, mun verða nánar auglýst síðar.

Yfirkjörstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, 29. ágúst 2020.

Bjarni G. Björgvinsson
Ásdís Þórðardóttir
Björn Aðalsteinsson