Framkvæmdir í haustblíðunni

Framkvæmdir eru hafnar við Borgarfjarðarhöfn þar sem klárað verður að endurbyggja grjótgarðinn, milli hólma og lands. Að því loknu verður svo byrjað á jarðvegsframkvæmdum tengdum aðstöðuhúsinu sem byggt verður við höfnina. Starfsmenn hreppsins hafa svo verið að laga göngustíginn upp á Álfaborgina.Byrjað var að endurbyggja grjótgarðinn, milli hólma og lands árið 2014 og var þá helmingurinn nær hólmanum tekinn. Nú verður svo klárað að endurbyggja hann upp að landi.

Framkvæmdir vegna aðstöðuhús hafnarinnar hefjast svo núna á næstunni þar sem byrjað verður að grafa fyrir grunni hússins og stækka planið fyrir ofan höfnina þar sem bátavagnarnir standa. Þar mun koma bíla- og rútuplan sem mun þjóna þeim ört fjölgandi gestum sem höfnin dregur að sér.

Héraðsverk sér um bæði þessi verk.

Starfsmenn áhaldahússins hafa svo nýtt þetta góða haust og byrjað á að laga göngustíginn sem liggur uppá Álfaborgina. Straumur ferðafólks uppá Álfaborgina hefur aukist verulega eins og annarsstaðar og þess vegna kominn tími á úrbætur þar. Sóttar voru steinhellur til Brúnavíkur sem notaðar voru í göngustíginn.

Myndir af framkvæmdum má svo finna hér