Framkvæmdir við Blábjörg

Blábjörg - Gistiheimili
Blábjörg - Gistiheimili
Nú stendur mikið til!

Forvitnin bar mig ofurliði í dag og kíkti ég í heimsókn í  Blábjörg.
En ég tók eftir að stórar vinnuvélar voru komnar af Héraði til vinnu við hótelið.
Er ég gekk inn tóku á móti mér Hörður Sigurðsson hirðsmiður Blábjarga og Jón Helgason þúsundþjalasmiður og völundur, eftir að Nonni var búinn að skamma mig og gera aðeins grín að mér fyrir einhverjar gamlar syndir, tjáði hann mér að þetta stærðar færiband sem liggur frá Hjallsléttunni (áður Hjallhól) og niður í frystihús væri til þess arna að hreinsa alla steypu og rusl úr húsinu og uppá vörubílspall. 
Nú er semsé búið að hreinsa niður alla frystiklefa og nú stendur stærðar geimur eftir.  
En þarna mun að öllum líkindum koma nýtt eldhús, matsalur og síðast en ekki síst tvær litlar íbúðir. 

Við óskum aðstendum Hótel Blábjarga til hamingju með framkvæmdirnar og segjum um leið "Meira svona!"