Framkvæmdir við skálana og það vantar skálaverði

Nú undanfarið hefur verið unnið í pöllum í kringum skálana í Breiðuvík og Loðmundarfirði Búið er að gera ramp út að þjónustuhúsi og að bílastæði í Breiðuvík og bæta við miklum grillpalli í Loðmundarfirðinum eins og má sjá á þessum myndum.

Okkur vantar já alveg rétt skálaverði 21. - 28. júlí. sendið tölvupóst eða hringið í Austurför sem sér um ráðningar skálavarða.

www.austurfor.is