Framtíð Fjarðarborgar

UMFB boðar til almenns félagsfundar í Fjarðarborg sunnudaginn 30. desember kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins er umræða um framtíð Félagsheimilisins Fjarðarborgar en fyrir fundinum liggur tillaga formanns félagsins um að gefa Borgarfjarðarhreppi eignarhlut UMFB í húsinu með ákveðnum skilyrðum. Allir félagar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í umræðum um málið og afgreiðslu þess.

Stjórn UMFB