Fréttir frá Blábjörgum

Búið að klæða framhliðina
Búið að klæða framhliðina
Síðunni bárust nokkrar myndir frá framkvæmdunum á Blábjörgum. Verið er að klæða húsið, lagfæra þakið og útbúa spa aðstöðu í gamla vinnslusal frystihúsins. Þetta verður frábær viðbót í aðstöðuna fyrir ferðamenn og að sjálfsögðu frábært fyrir heimamenn. Þarna verða gufubaðsklefar, sturtur og heitir pottar en við birtum fleiri myndir þegar líður að opnun. Frábært framtak og eru margir eflaust spenntir fyrir þessu.