Fundur hjá Ferðamálahópi Borgarfjarðar

Ferðamálahópur Borgarfjarðar auglýsir fund
fimmtudag 21. mars í kaffistofu Fjarðarborgar kl 17:00

Allir þeir sem selja gistingu, veitingar, vörur eða einhverskonar afþreyingu fyrir ferðamenn eru hvattir til að mæta og efla starf og samtal hópsins. Allir aðrir áhugasamir um ferðamál hjartanlega velkomnir.

Umræðuefni:
- Aukið samtal ferðamálahóps og sveitarfélags þegar kemur að ferðamálum.
- Nýja heimasíða og notkun hennar í kynningarmálum.(Þeir sem eiga upplýsingar inni á síðunni hvattir að skoða sinn hluta og mæta með leiðréttingar og uppfærðar upplýsingar)
- Áframhaldandi landvarsla á Víknaslóðum og úrbætur göngusvæðisins sumarið 2019
- Upplýsingamiðstöð í Búðinni.
- Endurgerð göngukorts og upplýsingakorts.
- Önnur mál

Stjórnin