Fyrirlestur: Jarðfræði Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar

Núna á fimmtudaginn 16. október mun Jarðfræðingurinn og Borgarfjarðarvinurinn Lúðvík Eckardt Gústafsson flyta erindi í Fjarðarborg um Jarðfræði Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar kl 20:00 og er aðgangur ókeypis. Lúðvík er manna fróðastur um jarðfræði Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar en skrifaði hann doktorsritgerð sína um um Dyrfjallaeldstöðina á 9. áratugnum. Endilega látið ekki þetta fróðlega erindi fram hjá ykkur fara.