Fyrsti heimaleikur UMFB á sunnudag

Áfram UMFB
Áfram UMFB
Hið störnum prýdda lið Ungmennafélags Borgarfjarðar í knattspyrnu karla gerði góða ferð á Djúpavog þann 17. júní og vann þar sannfærandi sigur á sterku liði heimamanna í Neista 1-3. Leikurinn markaði upphaf tímabilsins í Bikarkeppni UÍA í knattspyrnu þar sem UMFB hefur titil að verja.
Á sunnudaginn næstkomandi kl. 18:00 mætir UMFB svo liði Boltafélags Norðfjarðar á Borgarfjarðarvelli í fyrsta heimaleik sumarsins. Boltafélagsmenn eiga þar harma að hefna eftir að hafa tapað þar í næstsíðasta leik tímabilsins í fyrra 2-0. Við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum á sunnudag til að styðja lið UMFB til sigurs. Áfram UMFB!