Fyrstu gestirnir á tjaldsvæðinu

Við Álfaborgina
Við Álfaborgina
Fyrstu gestir "sumarsins" létu sjá sig á tjaldsvæðinu um helgina, en það voru ekki venjulegir túristar heldur myndarlegur hópur hreindýra sem spókaði sig um í vorkuldanum við Álfaborgina. Það var Hlynur Sveinsson, einn af betri tengdasonum Borgarfjarðar sem sendi okkur þessar myndir sem teknar voru fyrir nokkrum dögum. Nú er bara að vona að sumarið fari að skella á heima, en veðurspáin lofar vissulega góðu þegar er litið aðeins fram í tímann.

Við viljum endilega biðja fólk áfram að vera duglegt að senda okkur myndir af einhverju skemmtilegu sem er að gerast í firðinum þar sem síðustjórinn er ekki einu sinni staddur á landinu.