Gæðastund

Nemendur , kennarar, foreldrar og íbúar komu saman 2.október til að spila félagsvist. Góð mæting var og spilað á 5 borðum fyrir utan á nokkuð stóru borði fyrir yngstu nemendur.  Við snæddum dýrindis sveppasúpu og hrátt grænmeti að hætti Lilju og Kristjáns en nemendur í eldri deild bökuðu mjög gott fjölkorna brauð fyrir okkur fyrr um daginn. Nokkur verðlaun voru veitt fyrir spilamennskuna en þar fyrir utan voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hattinn en þetta kvöld var hattaþema. Takk fyrir samveruna öll sömul