Gengið á Dyrfjöll með Wildboys

Gengið í átt að hæsta tindi Dyrfjalla
Gengið í átt að hæsta tindi Dyrfjalla
Nú á laugardaginn fór um 25 manna hópur á efsta tind Dyrfjalla (1136m) í ferð á vegum Wildboys, Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar. Þetta er ganga sem átti að fara í fyrra til þess að heiðra þá félaga Sigmar á Desjarmýri og Jón á Sólbakka. Þá voru 60 ár síðan þeir gengu fyrstir manna á tindinn, en ferðin í fyrra féll niður vegna veðurs. Aðstæður voru frábærar og ekki hægt að óska sér betra gönguveðurs. Eitt það skemmtilegasta við þessa ferð var að Þórunn Sigurðardóttir Loðmfirðingur og oft kennd við Skipalæk fór alla leið á hæsta tindinn, en Þórunn verður 83 ára á þessu ári. Ganga á Dyrfjöll er einstök upplifun og hvetjum við alla sem langar að upplifa Dyrfjöllin á þennan hátt að skrá sig í þessa ferð sem verður farin aftur að ári.


Steini á Jökulsá virði fjöllin fyrir sér


Rákin sem þarf að ganga til að komast í fjallið


Glaðir Borgfirðingar á toppnum í fyrsta sinn

Skúli leiðsögumaður

Þórunn Sigurðardóttir (83 ára) á toppnum ásamt Bryndísi Skúla og Magga Þórarins