Gengið með Wildboys á Dyrfjöll á laugardaginn

Á toppi Dyrfjalla í 1136 metra hæð fyrr í sumar
Á toppi Dyrfjalla í 1136 metra hæð fyrr í sumar
Afmælisganga í tilefni þess að haustið 2012 voru 60 ár liðin frá því að Borgfirðingarnir Jón Sigurðsson og Sigmar Ingvarsson gengu á hæsta tind Dyrfjalla, 1136 m. Ferðin féll niður í fyrra vegna slæms tíðarfars. Lagt verður af stað laugardaginn 10. ágúst, kl. 8 frá gamla tjaldstæðinu á Egilsstöðum og kl. 9:30 frá Jökulsá. Gengið verður frá Jökulsá um Jökuldal upp á tindinn og niður að Dyrum. Sama leið til baka. 18 km. 7 klst. Matur, myndasýning og dagskrá tileinkuð Dyrfjöllum í Álfacafé eftir göngu þar sem ferð þeirra Jóns og Sigmars verður rifjuð upp. Unnið í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar. Verð: 6.500/6.000. Innifalið: Matur, myndasýning, dagskrá og fararstjórn.

Fararstjórar: Skúli Júlíusson og Óskar Ingólfsson, wildboys.is