Glúmur Glæsifés komin á netið

Ágrímur Ingi og Birgitta Ósk í dramatískri senu sem tekin var á Hjallhól hjá Sveinu gömlu
Ágrímur Ingi og Birgitta Ósk í dramatískri senu sem tekin var á Hjallhól hjá Sveinu gömlu
Hin margrómaða bíómynd Grunnskóla Borgarfjarðar, "Glúmur Glæsifés" er komin hingað inn á síðuna og eru margir eflaust spenntir að rifja þessa snilld upp. Myndin er gerð sennilega 1985 og tekin upp á forláta videóupptökuvél sem Helgi Arngrímsson átti, en myndin var gerð á þeim tíma er Ólafur Arngrímsson (Óli Skóli) var skólastjóri hérna í firðinum.

Í aðalhlutverkum eru Jóna Soffía Baldursdóttir, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Elísabet Lorange og Þröstur Fannar en margir aðrir koma fram í smærri hlutverkum og eiga flestir þarna stórleik. Myndin var lengi vel bara til í einu eintaki og því er hér verið að dreifa miklum menningarheimildum með alheiminum. Ekki nóg með að myndin sé stórgóð, þá er hún mikil heimild um samfélagið heima á 9. áratugnum.

Njótið vel og skiljið endilega eftir "comment"