Góður afli í upphafi kvótaárs

Glaðbeittir feðgar á Eydísinni
Glaðbeittir feðgar á Eydísinni
Borgfirskir fiskimenn réru margir til fiskjar í dag með nýjan kvóta í farteskinu.   Afli var með ágætum og bar þar helst til tíðinda metróður þeirra feðga á Eydísinni. Þeir þurftu að hverfa til hafnar eftir að hafa dregið tuttugu og fjórar línur af þrjátíu en þá voru þeir komnir með fullfermi eða um 6 tonn. Aflinn var nær eingöngu vænn þorskur. Áætlun morgundagsins hjá þeim feðgum var að sigla aftur út á 30 mílurnar og nálgast síðustu krókana og sjálfsagt þá með fleiri í farteskinu.