Göngufer í Sesseljuhamra

Um daginn fórum við í gönguferð upp í Sesseljuhamra. Þessi gönguferð var ein af fimm gönguferðum sem við ákváðum í haust að  fara í vetur og er sú þriðja í röðinni. Fyrsta gönguferðin var í Bjargselsbotna fyrir ofan Hallormsstað, næsta var með Brúarásnemendum í Urðarhólavatn. Það er síðan stefnan að fara eina gönguferð í vor út með sjónum fyrir utan Höfn og svo ætlum við að reyna við Esjuna í Reykjavíkurferðinni okkar. Allar þessar gönguferðir eru hluti af Grænfánaverkefninu en þegar við fengum fánan afhentan síðast þá settum við okkur það markmið í tengslum við lýðheilsu að fara í minnst fimm langar gönguferðir á ári næstu tvö ár. 
Að fara í gönguferð er gott fyrir líkama og sál, það eflir hópandann, þvert á aldur og svo er svo margt hægt að kenna og læra í svona ferðum.  Hafþór Snjólfur ætlar síðan í valtímum að miðla þekkingu sinni og taka fyrir fjallamennsku og gönguferðir.