Gönguferð á Svartfell

Á toppnum
Á toppnum
Það hefur lengi verið draumurinn okkar að gera þetta og loksins í dag varð af því. Veðrið var ágætt eins og meðfylgjandi mynda sýna, smá mugga í lofti og logn. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og blésu ekki úr nös. Þegar niður kom var strax farið að ræða hvaða fjallstopp við ættum að rölta á næst en það verður  að bíða til vorsins eða jafnvel næsta hausts. Þessi ganga er liður í grænfánamarkmiðunum okkar en í vetur ætlum við að fá okkur rölt öðru hvoru og eru þrjár svona ferðar á áætlun. Meira um það síðar.