Göngum í skólann

Hópurinn upp við Hólatjörn með Bakkagerði í baksýn
Hópurinn upp við Hólatjörn með Bakkagerði í baksýn
Að venju héldum við upp á "Göngum í skólann" mánuðinn með því að fara í eina góða gönguferð. Það hefur nú ekki blásið byrlega í október en svo rann upp fimmtudagur bjartur og fagur og þá var okkur ekki til setunnar boðið en förinni var heitið austur að Hólatjörn. Að þessu sinni höfðum við ekki baðfötin meðferðis enda full kalt. Komið var við á leikskólanum og göngugarparnir þar teknir með. Aðeins eitt foreldri sá sér fært að rölta með okkur í þetta skiptið, gaman væri að sjá fleiri að ári. Eftir gönguferðina var snædd dýrindis máltíð sem nemendur 8. - 10. bekkjar höfðu útbúið daginn áður.
Hérna eru fleiri myndir af hópnum.