GPS gögn fyrir Víknaslóðir

Á Víkum
Á Víkum
Nú í sumar hefur verið unnið að því að safna áreiðanlegum GPS gögnum fyrir Víknaslóðir fyrir styrk sem Landsbanki Íslands veitti Ferðamálahópnum til þess að bæta aðgengi og öryggi ferðamanna á svæðinu. Sem betur fer hafa ekki orðið slys hjá okkur, en til þess að svo verði áfram þurfum við ávallt að leita nýrra og markvissra leiða til þess að auka upplýsingar og öruggi. Nú er stór hluti ferðamanna farinn að nota GPS tæki á ferðalögum, og með tilkomu snjallsímanna þá er líka hægt að nota þá til staðsetningar, jafnvel þó þér séu ekki í símasambandi. Gögnin sem við höfum safnað eru keyrð inn á útivistarvefinn Wikiloc þar sem allir geta hlaðið niður gögnunum og sett þau inn í sín tæki.

Það er von okkar að þessi viðbót komi til með að auka öryggi ferðamanna og verið þeim einnig til þæginda.

Síðuna með þessum gögnum má skoða hérna.