GPS gögn fyrir Víknaslóðir

Á Víkum
Á Víkum
Nú undanfarið hefur verið unnið að því að safna áreiðanlegum GPS gögnum fyrir Víknaslóðir og gera þau aðgengileg fyrir ferðamenn og aðra sem ferðast um svæðið okkar. Verkefnið er unnið fyrir styrk sem Landsbanki Íslands veittiFerðamálahópnum nú í vor, en var honum ætlað að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna á Víknaslóðum. Nú hefur fjölda leiða verið hlaðið inn á útivistarvefinn Wikiloc.com og þar eru gögnin aðgengileg öllum, og frjálst að hlaða niður.

Við vonum að þessi gögn muni gagnast ferðalöngum vel og stuðla að öruggara ferðalagi. Fjölmargir gönguferðamenn eru farnir að nota þessi GPS tæki, en einnig er hægt að nota þessi gögn í snjallsíma með gps móttakara. Við sem vitum af fólki sem er að huga að ferðalagi Víknaslóðir, skulum vera dugleg að benda fólki á þessi gögn.

Gögnin er hægt að skoða hérna.