Grænfánafréttir

Fáninn eftir viðgerð
Fáninn eftir viðgerð
Við höfum haft af því áhyggur hvað grænfáninn okkar endist illa. Eftir að hafa hangið uppi í ca 6 mánuði, þ.e. frá vori fram á haust lítur hann verulega illa út, allur trosnaður og rifinn. Ákváðum við því að hafa samband við þau hjá landvernd en sögðu þau okkur að þetta væri sama sagan um allt land, Grænfáninn virðist ekki þola íslenskar aðstæður. Þá tókum við til okkar ráða og gerðum við fánann með því að taka bætur úr elsta fánanum. Þetta vonandi bjargar okkur fram á haustið en þá vonumst við eftir því að fá í þriðja skiptið úthlutað fánanum. Hér má sjá myndir af fánanum fyrir og eftir viðgerð.