Grænfánagullkorn

Síðustu tvær vikur höfum við verið í heimilisfræði og umhverfisment að vinna með og fjalla um matarsóun.Við höfum sennilega öll gerst sek um að sóa mat, ýmist er keypt of mikið, eldað of mikið eða skammtað of mikið. Þetta er bæði sóun á matvælum og peningum. Vandamálið er töluvert flókið og kannski ekki gott að koma í veg fyrir þetta en einhvers staðar stendur að "orð séu til alls fyrst". Með því að tala um þetta og vekja umræður þá getum við kannski fundið leiðir til að leiðrétta ójöfnuðinn sem felst í því að á meðan einum þriðja af öllum framleiddum matvælum í þessum heimi er ekið á ruslahaugana þá sveltur fjöldi fólks.