Grænfáninn

Grunnskólinn fékk grænfánann afhentan þann 17. des. s.l. en þá um leið voru einmitt haldin litlu jól skólans. Veður var afleitt þennan dag og ekki útséð með hvort fáninn kæmist í hús hér á Borgarfirði. Með hjálp góðra manna fengum við fánann en Orri Páll sem stjórnar þessu verkefni frá Landvernd komst ekki. Sú nýung var því viðhöfð að afhenda fánann í gegnum síma. Afhendingin fór því vel fram með ræðuhöldum og síðar skemmtun og kökuhlaðborði í Fjarðarborg. Eins og áður segir var veður afleitt þennan dag svo ekki var fánanum flaggað fyrr en mánuði síðar eða 17. jan s.l. Þið getið séð myndir frá afhendingu og flöggun með því að smella hérna