Gulróta- og kálrækt

Síðast liðið vor sáðu leikskólabörnin gulróta- og kálfræjum í mjókurfernur og forræktuðu inni fram í júní.Þá var farið með fernurnar í fóstur í kartöflugarðinn á Geitlandi. Um miðjan október fórum við síðan og tókum upp gulræturnar, þvoðum þær og buðum grunnskólabörnum að smakka. Kálið var notað reglulega í sallat í sumar en núna í haust fengu kanínurnar að njóta góðs af því sem sniglarnir höfðu ekki borðað. Hér má sjá myndir.