Handverksvinnsla á fullu í gamla leikskólanum

Alvöru borgfirskir lundar úr rekavið
Alvöru borgfirskir lundar úr rekavið
Undanfarið hefur Bryndís Snjólfs verið að vinna og þróa handverksvörur á verkstæði sínu í gamla leikskólanum og verður þar opið í sumar fyrir gesti og gangandi sem vilja koma, skoða og versla alvöru handunnar vörur. Bryndís hefur líka verið að taka að sér ýmiskonar sérvinnslu fyrir brúðkaup, afmæli og aðra viðburði, og er alltaf til í fleiri þannig verkefni

Við hvetjum alla sem vilja versla alvöru borgfirskt handverk að kíkja á facebooksíðu  þessa skemmtilega verkefnis og gerast vinir og fá þannig upplýsingar upp allt það nýjasta sem er verið að gera. Svo er líka bara hægt að hafa samband beint í s: 893-9913