Hátíð í skólanum

Nemendur í 4. bekk hófu þátttöku í Litlu upplestrarkeppninni
Nemendur í 4. bekk hófu þátttöku í Litlu upplestrarkeppninni
Á Degi íslenskrar tungu var mikið um dýrðir í skólanum, opið hús var í skólanum. Margir gestir og margt að gerast.  Dagurinn sjálfur var tileinkaður Halldóri Laxness að þessu sinni þar sem 60 ár eru liðin frá því að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Nemendur höfðu undirbúið dagskrá þar sem lífshlaup Halldórs og störf hans á ritvellinum voru kynnt. Nemendur í 3. til 5. bekk höfðu búið til leikrit sem þau fluttu, nemendur á unglingastigi lásu upp úr verkum Halldórs og öll sungum við saman Maístjörnuna.

Í annað sinn í sögu Grunnskóla Borgarfjarðar eystra hófu nemendur 4. bekkjar þátttöku í Litlu upplestrarkeppninni þenann dag en sú keppni er systurkeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er í 7.bekk. Markmið Litlu upplestrarkeppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og taki framförum í flutningi margbreytilegs texta. Nemendur keppa við sjálfa sig á tímabilinu fram að árshátíð og stefna að persónulegum sigrum fremur en að sigra aðra. Þátttaka í keppni sem þessarir stuðlar að árangri nemenda í lestri,  hvetur til dáða og eykur metnað. 

Afar ánægjulegt var einnig að þennan dag fékk skólinn afhendan Græfánann í þriðja sinn. Skólinn mun halda grænfánastarfinu áfram samkvæmt nýjum markmiðum sem við höfum sett okkur til tveggja ára . 

Í umsögn þeirra fulltrúa Landverndar sem tóku út starf skólans á síðastliðnum tvemur árum segir
að skólinn hafi uppfyllt 6 af 6 markmiðum sem hann setti sér með góðum árangri. Almennt fær skólinn einnig mjög jákvæða umsögn í skýrslunni með tilliti til nýju markmiðanna. 

Við hlökkum til að starfa áfram af metnaði, meðal annars, undir merkjum Grænfánans.