Haustdagar

Spilað á leikskólanum
Spilað á leikskólanum
 höfum við samt ýmislegt verið að gera. 
Við fórum í gönguferð í ágúst út á landsenda og enduðum í berjamó upp í fjalli fyrir ofan Skriðuból.  

Við tókum upp kartöflur en sjaldan höldum við að uppskerar hafi verið rýrari en gaman var þetta.

Við höfum verið að fara upp í Fellaskóla á mánudögum og þar hafa nemendur blandast inn í bekki og tekið þátt í skólastarfinu. Þetta er tveggja ára verkefni sem við fengum styrk í úr Sprotasjóði. Tilgangur verkefnisins er helst sá að styrkja nemendur félagslega og auðvitað námslega líka því í Fellaskóla fá þau fleiri tækifæri hvað varðar hópastarf, faggreinakennslu og annað slíkt.
Við setjum seinna inn frétt og myndir frá þessu samstarfi.

Við höfðum sparidag á föstudaginn síðasta. Sparidagar hafa lengi verið viðhafðir á leikskólanum en í vetur ætlum við að bjóða grunnskólanemendum að vera með okkur. Það sem við gerðum okkur til hátíðabrigða var að við poppuðum, spiluðum, klæddum okkur í skrítna hatta og höfðum gaman eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.