Haustferð

Um borð í Sævari
Um borð í Sævari
 Fararstjórar voru þær Tinna og Lína en förinni var heitið til Akureyrar þar sem þau hittu nemendur, kennara og foreldra frá Drangsnesi en þessir tveir skólar hafa verið í  samskiptum s.l. ár. Á Akureyri var farið í sund og í skoðunarferðir og að lokinni kvöldvöku var gist saman. Daginn eftir héldu þau öll til Hríseyjar þar sem nemendur og kennarar Hríseyjarskóla tóku  á mótu þeim. Þar var mikið skoðað, spjallað og sprellað og skemmtu þessir skólar sér vel saman. Þau gistu svo öll í Hrísey um nóttina en morguninn eftir tóku þau Sævar í land aftur og héldu þá allir til síns heima eftir frábæra daga fyrir norðan.